Enn á ný förum við af stað með nýja gerð af jólapappír. Núna eru það myndskreytingar eftir Hrafnhildi G. Ólafsdóttur sem prýða báðar hliðar pappírsins. Eins og áður er pappírinn 100% endurunninn, og er 4lita prentun á báðum hliðum, uppvafningurinn með sex rúllum í kostar kr. 600.- með VSK. Stærð hvers blaðs er 50x70cm. Áður höfum við prentað og gefið út pappír með Jólakettinum og flíkunum sem börnin klæðast til að forðast kattarskömmina. Hann er líka til og á sama verði. Stefnt verður að því að ný gerð pappírs verði til sölu hver jól, þannig að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Þetta er hin skemmtilegasta framleiðsla.
Einnig höfum við hafið framleiðslu á hringlaga merkimiðum með þessum skreytingum á.
Við höfum einnig verið að prenta jóla- og gjafapappír fyrir viðskiptavini okkar og er lítið mál að gefa verðtilboð í þannig framleiðslu. Heppilegt upplag er 500-1000 eintök.