Ghostigital – The Antimatter Boutique diski reddað korteri fyrir Airwaves. Prentaður, stansaður, mattlakkaður og límdur í hundrað stykkjum á sólarhring. Stærð upplaga er í raun frá nokkrum eintökum í stafrænni prentun í nokkur hundruð eða þúsundir stykkja í offsetprentun sem við getum boðið uppá. Eigum til stansa í nokkrum gerðum en talsverður kostnaður liggur í stansagerð í upphafi. LP cover er líka inní myndinni og miklar vinsældir Vínylplatna um þessar mundir.
Smekkleysa gefur diskinn út og er samansafn ýmissa hljómsveita og einstaklinga og fæst í verslun Smekkleysu við Laugarveg.