svanur

Hvað gerir prentsmiðja til að fá umhverfisvottun á borð við Svaninn?

  • Hún notar nýjar og samþykktar tegundir af jurtaprentlitum.
  • Hún notar umhverfisvottaðan pappír í 90% framleiðslunar, sem er vænn við náttúruna.
  • Hún bætir nýtingu á öllum stigum framleiðslunnar (t.d. í prentlitum, hreinsiefnum og pappír) til að minnka úrgang og mengun.
  • Hún fylgir stöðlum um umhverfisvernd í gegnum allt vinnsluferlið til að framleiðslan hafi lágmarksáhrif á umhverfi og heilsu.
  • Hún notar aðeins vottaðan pappír sem hefur verið unninn úr trjám sem hafa verið felld í sjálfbærum skógum.
  • Hún flokkar og endurvinnur, mjög nákvæmlega, allan afgangspappír og allan úrgang til endurvinnslu og eyðingar.
  • Hún heldur nákvæma skráningu á öllu sem fer í gegnum framleiðsluna og gefur skýrslu til Umhverfisstofnunar ár hvert.
  • Fyrir umhverfið – ekki fyrir gróðann

Það var af umhverfishugsjón en ekki gróðahugsjón sem GuðjónÓ ákvað að taka skrefið til fulls og öðlast Svansvottunina árið 2000. Við litum einfaldlega svo á að við bærum samfélagslega ábyrgð á þeim rekstri sem við stunduðum.  Á þessum árum hefur prentsmiðjan náð 90% hlutfalli af framleiðslunni í svansvottum pappír úr nytjaskógum.   Einnig náð það nákvæmri flokkun að aðeins brota brot fer í alment sorp.  Öll forvinnsla er búin að vera í áravís stafræn og engin framköllunarefni notuð við framleiðsluna.

Fyrir vinnuumhverfið

Ein mjög góð ástæða til að skipta yfir í umhverfisvæna prentstarfsemi fólst í bættum loftgæðum í húsinu. Prentsmiðjur notast við sterk efni sem erta bæði húð, augu og lungu og það þekkja vanir prentarar að langir vinnudagar í slíku umhverfi geta verið mjög erfiðir og heilsuspillandi. Með því að notast frekar við jurtaefni og minna skaðleg efni fundu allir starfsmenn mikla breytingu til batnaðar þegar við höfðum öðlast Svansmerkið.

Fyrir gegnsæjan og heilbrigðari rekstur

Umhverfisvottunin felur í sér nákvæmt eftirlit á allri efnisnotkun prentsmiðjunnar. Það er gert til að minnka sóun, bæði á pappír og prentlitum, en hliðarafleiðing af þessu eftirliti er sú að reksturinn verður gegnsærri. Það skilar sér beint í hagkvæmari rekstri á fyrirtækinu, bæði með lægri sorphirðu- og urðunargjöldum og miklu betri nýtingu á hráefni.