Stafræn prentvél frá Xerox
Þessi vandaða stafræna vél er einnig skanner sem nýtist í forvinnslunni. Prentvélin inniheldur vitanlega allra nýjasta hugbúnað og hún brýtur og heftar í sömu andrá.
Heidelberg GTO og SM prentvélar
Báðar þessar vélar henta afar vel í umslagaprentun. SM prentvélin er sú nýjasta í flota GuðjónÓ. Hún er öflug í hvers kyns gæðaprentun og getur lakkað með vatnslakki og þurrkað um leið. Prentverk úr henni er klárt samstundis í brot og frágang.
Umslagamatarar
Umslagamatararnir okkar eru þrír, LGS og PGF, og þá notum við til að auka gæði og hraða í umslagaprentuninni.
Roland prentvél
Þessi prentvél er stærsta vélin í húsinu. Hana notum við til að prenta bækur, tímarit og allt prentverk í stærri upplögum.
Ýmislegt fleira
Í prentverki er ekki allt unnið með stórum og tæknilegum græjum. Handverkið má ekki gleymast; í bókbandinu, við hvers kyns frágang, límingu, fellingu og dúllerí. Í fráganginn notum við t.d. vandaða pappírshnífa frá Polar og brotvél í frágang, fjörgamlar og fallegar trukkvélar frá Heidelberg, cylender-vél (50-70 sm) og dígul fyrir minni verk í upphleypingu, gyllingu, tölusetningu, fellingu og stönsun, t.d. fyrir brot á þykkan pappír.