Okkur finnst við hæfi að bjóða upp á umhverfisvænni jólapappír sem er góður til endurvinnslu. Pappírinn er prentaður ýmist báðum megin eða öðru megin. Við eigum orðið til nokkrar tegundir af jólapappír og merkimiðum. Jólapappírinn hefur ávallt verið hannaður hér innanhúss og höfum við einnig fengið gott fólk til að teikna fyrir okkur. Því má segja að framleiðslan sé „séríslensk“. Prentaður í örkum (51×72 sm) og unninn á 70 gr umhverfisvænan pappír.
Jólapappírinn ber Svaninn og er því góður til endurvinnslu.
Við megum til með að benda á það að allur hefðbundinn jólapappír sem er unninn með metallitum eins og gyllingu eða silfuráferð er ekki hæfur til endurvinnslu og má því ekki fara í safngáma.
Felix Bergsson (úr Bergson og Blöndal, sungið við Dansi dansi dúkkan mín)
Komdu nú að pakka inn
sjáðu fagran pappírinn
á honum jólakötturinn
og umhverfisvottun – svanurinn
Af innpökkum fæ ég aldrei nóg
bæð‘ á land og út á sjó
Bestur finnst mér pappír þó
sem kemur beint frá Guðjón Ó!