„Þegar ég hóf eigin rekstur fyrir rúmum áratug kom ekki annað til greina en að semja við GuðjónÓ um allt prentverk. Upphaflega var þetta af þeirri einföldu ástæðu að GuðjónÓ var eina umhverfisvottaða prentsmiðjan. En fljótlega fjölgaði ástæðunum. Þarna mætti mér einstaklega ljúfmannlegt viðmót og lipur þjónusta, hvað sem á gekk – hvort sem mig vantaði fáein nafnspjöld eða handbók í 140.000 eintökum til dreifingar um öll Norðurlönd.“

Stefán Gíslason
Umhverfisfræðingur

„Landsnet hefur átt viðskipti við GuðjónÓ til fjölda ára. Þau viðskipti eru öll á einn veg. Þjónustan er lipur og góð og fagmennskan í fyrirrúmi. Samskipti við einstaka starfsmenn hafa verið einstaklega þægileg. Stefna GuðjónÓ í umhverfismálum fellur einnig vel að eigin stefnu Landsnets í þeim málaflokki.“

Þorgeir Andrésson
Skrifstofustjóri Landsnets

„Vistor hefur átt viðskipti við GuðjónÓ í mörg ár. Þeir leitast við að þekkja þarfir okkar og uppfylla þær. Þeir standa við gefin loforð, veita persónulega þjónustu og ráðgjöf til að við náum fram þeim gæðum sem óskað er eftir.“

Anna Sif Zoëga
Fulltrúi framkvæmdastjórnar

„Við treystum á GuðjónÓ fyrir vandað verk á réttum tíma.“

Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir
Kynningastjóri Verkís verkfræðistofu

„Við höfum keypt allar okkar prentvörur undanfarin fjögur ár frá GuðjónÓ. Þjónustan hefur alltaf verið persónuleg og vönduð og gæði prentgripanna hafa alltaf staðist okkar væntingar. Ekki spillir fyrir að þau hjá GuðjónÓ eru miklir umhverfissinnar og hafa verið brautryðjendur á því sviði á Íslandi.“

Þórsteinn Ágústsson
Framkvæmdastjóri Sólarræstingar ehf.

„Guðjón Ó er þessi góði samstarfsaðili sem veitir manni ánægju að skipta við. Starfsfólkið er liðlegt, faglegt og sanngjarnt í verði. Ekki skemmir fyrir að þau eru bæði Svansvottuð og skemmtileg.“

Aðalheiður Héðinsdóttir
Eigandi Kaffitárs efh.

„Ég hef skipt við GuðjónÓ síðan þeir fengu umhverfisvottun, enda er slíkt í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækja minna. Aðalsmerki þeirra hefur verið hröð og góð þjónusta og prentun sem er alltaf í hæsta gæðaflokki – og ekki skaðar að verðið er gott.“

Guðrún Bergmann

„Vistvæn prentsmiðja með persónulega og skjóta þjónustu… er hægt að biðja um meira?“

Jóel Pálsson
Farmers market

„GuðjónÓ hefur séð um alla prentun fyrir okkur í mörg ár. Starfsmenn fyrirtækisins veita frábæra þjónustu sem er bæði fagleg og persónuleg. Gæðin eru að sama skapi í hæsta flokki, eins og vænta má. Við getum því gefið GuðjónÓ okkar bestu meðmæli.“

Jóhann Sigurðsson
Framkvæmdastjóri Hótel Cabin, Hótel Arkar og Hótel Kletts

„Við höfum nýtt okkur þjónustu GuðjónÓ í mörg ár og alltaf verið hæstánægð með viðmót starfsmanna, gæði í afgreiðslu mála og þetta „extra“ sem þeir eru alltaf til í að leggja á sig fyrir okkur.“

Sigfríð Eik Arnardóttir
Forstöðumaður markaðssviðs Kreditkorta hf.