Höfum tekið í notkun stóran plotter frá Canon sem tekur rúman meter í prentflöt og lengd eins rúllan leyfir. Hentugt fyrir stórar auglýsingar t.d í strætóskýli, sýningar, útsölur og ráðstefnur og auglýsinga/plaköt svo eitthvað sé nefnt.
Prentum á mattan pappír og hágæða ljósmyndapappír og erum að fikra okkur áfram með að prenta á striga.