Í sumar endurnýjuðum við tækjakost okkar fyrir stafræna prentun.  Við höfum tekið í notkun XEROX J75 PRESS  stafræna prentvél sem er mjög hraðvirk, lipur og eykur möguleika okkar í að afgreiða smáprentið fljótt og örugglega.

Helsti kostur hennar umfram eldri vélar er að mun meiri hraði fæst við prentun á þynnri og þykkari pappír.  Þó þarf alltaf að taka mið af því við hönnun prentgripa, hvort um er að ræða offset- eða stafræna prentun. Sérstaklega varðandi texta eða myndir nálægt skurði og sumir pastellitir eru viðkvæmari en aðrir. Við notum pappír sem er Svansvottaður og kemur vel út í stafrænni prentun.