Þessa mánuðina erum við að vinna dagatölin okkar og bjóðum að venju uppá Dagatalakubbana, Mánaðartöl og Borðalmanök.  Einnig spjöld með átta tegundum landslagsmynda.  Við höfum líka boðið uppá sérprentun á spjöldin með merki fyrirtækja og íþróttafélaga.   Síðar setjum við inn pöntunarblað á heimasíðu okkar www.gudjono.is.

Þess má geta að kubbarnir hafa verið framleiddir nokkra áratugi og áður var Félagsprentsmiðjan lengi með þá í vinnslu og einnig Prentsmiðjan Edda á sínum tíma.