Framleiðsla dagatala eru á fullum gangi í frágangsdeild.

Við erum aðeins i seinna lagi þetta árið en dagatalakubbar fara fljótlega í ritfangaverslanir. Kubburinn er í allri framkvæmd frekar flókinn í vinnslu. Marga skurði og niðurröðun þarf til og því nánast bara handavinna. Ásamt kubbum framleiðir GuðjónÓ mánaðartöl, borðalmanök og myndaspjöldin sem dagatöl eru límd á.

Einnig verður til jólapappír sem við framleiddum í fyrravetur og fæst keyptur hér ásamt okkar dagatalaframleiðslu.