Það hefur verið stigið stórt gæfuspor í umhverfismálum með stafrænum myndavélum og einnig hafa verið miklar breytingar í stafrænni prentplötugerð.   Núna í ágústmánuði byrjaði prentsmiðjan að nota þurrplötu en platan fer í gegnum plötuskrifarann án framköllunarefna. Það er orðinn rúmur áratugur síðan að flestar prentsmiðjur notuðu filmu til að lýsa á prentplötu og þá þurfti að að nota tvær tegundir framkallara og fixer við þá iðju. Það er því mikið stökk fram á við í umhverfisvænni prentframleiðslu að losna við öll spilliefni úr forvinnslunni sem þurfti að koma til eyðingar.

Prentplatan framkallast með vatni og fonti á prentvélinni og við teljum þetta eitt stærsta spor i umhverfismálum í prentiðnaði á síðstu árum. Prentsmiðjan notar þurrplötur frá FUJI.