Fyrir stuttu síðan tók sig saman stór hópur manna og kvenna í prentsmiðjunni og fór í þriggja klukkustunda leiðsögferð um Reykjavík með SeasonTours.is. Lagt var upp frá gömlu höfninni í kalsa veðri og farið sem leið lá með strandlengjunni í austur og áð við hina og þessa staði sem höfðu eitthvað að segja, sem dæmi Arnarhóll, Höfði, Hlemmur. Þessi ferð var hin fróðasta og skemmtilegasta um leið. Það sem kom hópnum verulega á óvart hvað það var margt sem fer framhjá manni þótt maður þykist vita svo margt um Reykjavík og nágrenni. Áð var á 25 stöðum á leiðinni og sagan rifjuð upp, hvort heldur var um landnámið, jarðfræði, veðurfar , heita og kalda vatnið, arkitektúr og landafundi. Þetta var hin skemmtilegasti dagur eftir góðan vinnudag, meira af þessu. Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni.