Hún Sigga okkar, öðru nafni Sigríður Kristmundsdóttir, hefur keyrt út vörur og pappír prentsmiðjunnar í um það bil 25 ár. Hún hefur nú látið af störfum og viljum við eigendur og starfsfólk þakka henni samvinnuna í gegnum nær þrjá áratugi.

Við starfi Siggu tekur Kristján hjá Toppbílum en hann hefur bæði minni sendibíl og lyftubíl á sínum vegum.