Í Háteigsskóla voru haldnir sérstakir þemadagar um sjálfbæra þróun 29-31. mars síðastliðinn. Þar voru starfræktir stórir aldursblandaðir hópar úr öllum árgöngum sem tóku fyrir ólíkar hliðar á því spennandi og fjölþætta viðfangsefni sem sjálfbær þróun er.
Hópurinn sem fjallaði um pappírsmál og endurvinnslu á pappír kom í heimsókn til GuðjónÓ á síðasta degi þemadaganna ásamt kennurunum Kristínu og Helenu. Þau skoðuðu alla umsýslu prentsmiðjunnar, forsendur Svansmerkisins og hvernig við förum að því að vera umhverfisvæn.
Það var mjög gaman að fá svona hóp í heimsókn og greinilegt að þessi kynslóð veit umtalsvert meira um umhverfismál en fyrri kynslóðir gerðu á sama aldri.
Leave A Comment