Við erum mjög spennt yfir nýjustu viðbótinni í græjugalleríinu okkar – það er nýr umslagamatari! Lesendum síðunnar kann að þykja það undarlegt að æsa sig yfir svoleiðis fréttum, en nýji matarinn er bara svo fallegur og nákvæmur og hraður.

Einnig er núna hægt að fá Svansmerkt umslög í flestum algengum tegundum, sem er góð viðbót fyrir fyrirtæki sem vilja setja umhverfið í fyrsta sæti.