Námskeið haldið á vegum Iðu starfsmenntunar um gömla trukkið, svo sem upphleypingu, stönsun, Letterpress og hvernig skal ná bestum árangri í gylllingu eða svokallaðari fóíluprentun með klisju. Námskeiðið var í tvo daga og að hluta haldið í prentsmiðju GuðjónsÓ.
Iða fékk belgann Walter Gryson frá prenttækniskólanum í Gent til að koma upp og ánægjulegt að fá hann í heimsókn og einnig þá fjórtán prentkollega okkar sem sóttu námskeiðið. Finnum fyrir talsverðum áhuga á gömlu prentaðferðinni, bæði hjá starfstéttinni og viðskiptavinum.
Hér að neðan má sjá smá myndbrot þegar um fólíugyllingu var að ræða i dígullvél okkar.