Partur af þjónustu okkar er pappírssala fyrir viðskiptavini prentsmiðjunar, bæði þá ljósritunarpappír og margar tegundir af óáprentuðum pappír sem hægt er skera niður í tilbeðnar stærðir.

Bjóðum að sjálfsögðu uppá Svansvottaða vöru eða Svansmerkta. Einnig stafræna prentun í smáum sem og stærri upplögum. Auðveld skil eru að senda okkur PDF skrár og eða við setjum verkin upp fyrir viðskiptavininn.

Okkar þjónusta er því á marga vegu: Pappírssala, uppsetning og hönnun verka, stafræn prentun og offsetprentun í stærri upplögum og hágæða prentgripum.