Skemmtilegt og krefjandi verkefni í smiðjunni og höfum við undanfarið prentað, stansað og fellt umbúðir utan um OMNOM súkkulaði.  Unnið á 300 gr Munken Pure pappír í 5 mismunandi litum og tegundum af súkkulaði.  Nánar um framleiðsluna hér að neðan.  Um grafíska hönnun sá André Visage.

Omnom er íslensk súkkulaðigerð sem býr til handgert súkkulaði úr lífrænt ræktuðum kakóbaunum, frá frumskógum eyja Karabíska hafsins, Suður Ameríku, Asíu og Afríku.

Við veljum aðeins bestu baunirnar og þær sem bjóða upp áhugaverðustu bragðupplifun. Baunirnar eru eru handflokkaðar, ristaðar með nákvæmni og alúð, brotnar upp og maukaðar niður með hrásykri og í sumum tilvikum Íslenskri mjólk.

Omnom leggur sérstaka áherslu á gæði hráefnsins og að veita fræðslu um hvað súkkulaði getur verið mismunandi eftir landsvæðum, líkt og kaffi og vín.

Þetta er ekki bara súkkulaði, þetta er Omnom.

www.omnomchocolate.com