„Hei, eigum við ekki að taka þátt í Hjólað í vinnuna?“ var sagt upp úr eins manns hljóði á kaffistofunni fyrir sex árum síðan.  Oftast var nefnilega talað um pólitík og fótbolta en þetta var eitthvað nýtt. „Tja, er það ekki svo erfitt“ eða „Hjólið mitt er bilað“ en þessar afsakanir voru fljótlega teknar af dagskrá og nokkrir félagar ákváðu að taka þátt. Síðan þá hefur þetta verið á hverju ári hjá okkur og lukkast mjög vel. Sveittir og glaðir  hjólamenn hafa síðan verið dagleg sjón í maí á hverju ári. Í þessu tólf manna fyrirtæki hafa oftast fjórir til fimm starfsmenn tekið þátt í átakinu og leiddi þetta af sér að síðustu þrjú árin eða svo hafa tveir starfsmenn ákveðið að hjóla flesta daga ársins í vinnuna. Til að aðrir starfsmenn þyrftu ekki að þola ákveðna tegund af líkamslykt og að Græna Prentsmiðjan okkar sem er svo umhverfisvæn ákváðu eigendur fyrirtækisins að setja upp sturtu fyrir þetta hjólagengi og þess vegna gat maður ekki lengur verið með neinar afsakanir. Á myndunum sjáum við þessa hraustu, glöðu menn sem taka þátt í átakinu að þessu sinni. Allir hjóla mismunandi vegalengdir allt frá 11 km. upp í 60 km. á dag. Von okkar er sú að sem flestir geti tekið þátt því að ekkert jafnast á við það að hjóla og njóta útiverunnar sem þessu fylgir. Þess má að lokum geta þegar þetta er skrifað hafa þessir fjórir „Dúddar“ skilað af sér rúmum 1.000 km.