Undanfarin sex ár hefur Sófus Guðjónsson kennari hjá Upplýsingatækniskólunum komið með hópa til að kynna sér Svansmerkið. Þetta eru krakkar í pappírs- og efnafræði í grunndeild bókagerðar. Farið er yfir umhverfismálin hjá Prentsmiðjunni og með fókus á Svansmerktan og svansvottaðan pappír og tilurð hans. Einnig skoðað flokkunarmál og efnanotkun í prentsmiðjunni. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt og gefandi að fá þessa jákvæðu krakka í heimsókn á liðnum árum.