Vorið og sumarið er tíminn til að taka út hjólin og margir hjóla allt árið í vinnuna, þó það hafi verið sérstaklega erfitt í vetur.

Starfsmenn prentsmiðjunar hafa haldið uppi Hjólað í vinnuna hefðinni í fjölmörg ár.  Sumir starfsmenn hjóla úr úthverfum borgarinnar og meira að segja frá Hafnarfirði hingað í miðborgina.

Við hvetjum starfsmenn okkar að koma til vinnu á sem vistvænastan hátt sem mögulegt er, ganga, hjóla eða taka þann gula til vinnu

Starfsmenn prentsmiðjunar náðu þeim áfanga að hjóla 115 km lengst einn daginn í átakinu Hjólað í vinnuna.