Endemi er nýtt tímarit um íslenska samtímamyndlist. Endemi er hugsað sem gallerí eða sýningarrými í tímaritaformi, því í hverju tölublaði eru sýnd ný verk eftir íslenska myndlistamenn. Verkin sem blaðinu berast er varpað yfir síður blaðsins í fullri stærð og prentað á gæðapappír enda eigulegt innihald. Endemi leggur mikið uppúr því að gæði, útlit og innihald falli vel saman.

Að tímaritinu standa ungar konur með ólíkan bakgrunn. Í hópnum eru myndlistarmenn, mannfræðingar, listfræðingur, framleiðandi, ljóðskáld, myndskreytir og mæður svo fáein hlutverk séu nefnd. Þetta er fyrsta útgáfan sem þær standa sjálfar fyrir en flestar hafa komið að einhverskonar útgáfu áður.

Endemi er ekki aðeins spennandi vettvangur fyrir konur að koma verkum sínum á framfæri heldur verður það einnig mikilvæg heimild um íslenska listasenu.

Skemmtilegt verkefni að glíma við í prentun og prentað á Munken lynx pappír í prentsmiðjunni.

Sjá nánar á www.endemi.wordpress.com