Bókin hennar Ebbu, The Parent’s Guide to Healthy Cooking, hefur verið í uppsetningu undanfarið í prentsmiðjnni og núna er hún að koma úr bókbandinu. Bókin verður seld á vefnum hennar og einnig í bókabúðum og ferðamannaverslunum hér á landi: „A useful souvenir from Iceland!“
Þetta er endurbætt og þýdd útgáfa af bókinni Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? sem kom fyrst út árið 2007 og aftur árið 2009.
Í bókinni er að finna upplýsingar um heilsusamlegar eldunaraðferðir og mataruppskriftir af mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri og upp úr. Þannig er þetta einnig og tvímælalaust bók fyrir alla fjölskylduna og alla þá sem langar að kunna að útbúa einfaldan, hollan og næringarríkan mat en vita ekki hvernig eða hvar þeir eiga að byrja. Þá er að finna í bókinni uppskriftir fyrir barnaafmælin sem og alls kyns handhægan fróðleik og upplýsingar um notkun á heilsuhráefnum.
Leave A Comment