Við stóðum við stóru orðin. Við máluðum prentsmiðjuhúsið í Þverholtinu grænt og getum því með sanni kallað okkur grænustu prentsmiðju landsins. (Alveg burtséð frá því að við erum búin að vera grænasta prentsmiðja landsins um árabil, með Svansmerkingu í prentvinnslu frá árinu 2000).
Þekjandi – málningarþjónusta málaði húsið og í verkið var auðvitað notuð Svansmerkt Jötun-málning frá Húsasmiðjunni.
Húsið okkar í Þverholtinu var byggt sem iðnaðarhúsnæði árið 1938 og í fyrstu var þar Kexverksmiðjan Esja til húsa. GuðjónÓ flutti í húsið í kringum 1978 og síðan hefur það gengið í gegnum ýmsar smærri útlitsbreytingar.
En nú er það grænt, maður!
Leave A Comment