Við fögnum mjög því frumkvæði sem félagasamtökin Grænn apríl hafa tekið, en þeirra yfirlýsta markmið er að „fá ríkisstjórnina, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálfbæra framtíð á Íslandi.“ Allur aprílmánuður verður því undirlagður af viðburðum sem tengjast umhverfisvitund og sjálfbærri þróun

Í stjórn Græns apríls sitja fjórar kjarnakonur, þær Guðrún G. Bergmann, Valgerður Matthíasdóttir, Sólveig Eiríksdóttir og Maríanna Friðjónsdóttir og saman ætla þær að „gera umhverfisumræðuna skemmtilega, líflega og kúl fyrir alla Íslendinga.“

Nánari upplýsingar: http://graennapril.is/